news

Covid-19

13 Mar 2020

Viðbrögð Tjarnarbæjar við COVID-19


Hreinlæti: Snerting er algengasta smitleið sýkla milli manna og því er handþvottur mikilvægasta sýkingarvörnin.

  • 1. Handspritt er fyrir foreldra og starfsmenn þegar þau koma inn í leikskólann.
  • 2. Öll börn og starfsmenn þvo sér um hendur þegar mætt er í skólann.
  • 3. Öll börn og starfsmenn þvo sér um hendur fyrir allar máltíðir.
  • 4. Við matarborð: Borðin eru þrifin, fyrir og eftir hverja máltíð með sótthreinsispreyji. Starfsmaður skammtar á diska fyrir börnin, bæði í hádegismat og hressingu ásamt því að rétta ávexti í ávaxtastund.
  • 5. Ræsting: Extra þrif/sótthreinsun á þeim snertifletum sem margir ganga um,
    s.s. hurðarhúna.

Við höfum einnig ákveðið að loka fyrir umgang óviðkomandi aðila inn í leikskólann og biðjum því fólk að gera vart við sig frammi í forstofu.

Varðandi veikindi barna:

Þeir nemendur sem eru með hita eða einkenni, sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19, mega ekki mæta í skólann á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur. Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna COVID-19 en þekkjast þó.

Mikilvægt er að fylgjast vel með tilmælum landlæknis og allar nýjustu upplýsingarnar er að finna á www.landlaeknir.is

Leikskólastjóri.