news

Dagur mannréttinda barna

20 Nóv 2020

í dag er Dagur mannréttinda barna.

Við skelltum i einn barnafund í tilefni dagsins og var ætlunin að ræða Barnasáttmálann.

Við byrjuðum að ræða allir væru börn þar til þau væru 18 ára og það þótti svolítið merkilegt að Katla Vigdís væri bara nýhætt að vera barn. Því hún er 18 ára. Við ræddum líka aðeins það sem öll börn ættu rétt á, t.d. heimili, fötum og mat. Fjótlega fór umræðan út í það hvernig okkur liði sem börnum. Allir voru sammála um að þeim liði vel, þau leika sér, fara út að hlaupa og hoppa. Þau hoppa á trampólíni. Barn má ekki hlaupa út á götu því þar eru bílar og það er sleipt. Barn getur dáið af því að það dettur og sér ekki bílinn í myrkrinu og bíllinn keyrir á það.
Mamma má gefa börnum mjólk ef þau eru að gráta. Fullorðnir rugga litlum börnum og setja í vagninn sinn. Þeir kasta þeim líka upp í loft og grípa.

Því næst fórum við að spá í hvað foreldrar geta gert svo okkur líði vel. Börnin sögðu þá að þeii gætu leikið við okkur, gefið okkur að borða og farið með okkur út og líka farið í dótabúð. Stundum spila þeir við mann. Foreldrar klæða okkur. Foreldrar knúsa líka svo manni líði vel og gefa okkur mat. Foreldrar keyra líka með okkur suður og hitta Snædísi og foreldrar gefa manni Dominos, sem er svona spil.

Þetta er fundargerðin okkar af barnafundinum og gaman að því hvað börnin eru meðvituð um það hvernig okkur geti liðið vel.

Góða helgi og við hittumst hress á mánudaginn.