news

Emilia kveður

29 maí 2020

Í dag er síðasti dagurinn hennar Emiliu. Við komum henni á óvart um daginn, þegar við komum saman í salnum og sungum fyrir hana og færðum henni gjafir. Að sjálfsögðu sungum við lagið um "Fiskinn minn", enda höfum við alltaf fengið mjög góðan fisk hjá henni.

Börnin færðu henni bók þar sem þau voru búin að teikna myndir af besta matnum sem Emilia hefur eldað fyrir þau. Fiskur, hamorgari, pasta og pizza var meðal þess sem þau teiknuðu.

Ísafjarðarbær færði henni þakkir fyrir góð störf í þágu bæjarins og færði henni um leið köku og blóm. Og auðvitað fékk hún líka smá glaðning frá okkur kennurunum líka.

Emilia kom okkur svo á óvart í morgun og kom heldur betur færandi hendi. Hún kom með ís og ávaxtastangir og gaf okkur í morgun. Hún færði okkur líka stóra gjöf. í henni voru 4 púsl, 8 bækur um Stjána og stríðnispúkana á pólsku og Íslensku, 6 bækur um Kugg, 5 pakkar af trélitum og 5 pakkar af ísspítuföndri.

Að lokum bauð hún öllum uppá pylsur í pylsubrauði í hádegismat. :) Takk kærlega fyrir þessa rausnalegu gjöf.


Elsku Emilia.

Bestu þakkir fyrir frábært samstarf, frábæra samveru og frábæran mat. Við munum sakna þín heilan helling.
Gangi þér sem allra best í nýju starfi og mundu að við erum alltaf til í skemmtilega heimsókn og góða köku á kaffistofuna. ;)


Við munum þó ekki svelta , því Aldís ætlar að sjá um eldhúsið fyrir okkur í sumar og Monika (mamma Oliwiers) mun svo hefja störf hjá okkur 1. september n.k.

Góða helgi