news

Fréttir vikunnar

08 Nóv 2019

Þann 7. nóvember varð Úlfrún Olivia Hel 3ja ára.

Að vanda fögnuðum við því

Eftir að hafa borðað nægju sína af poppi fóru allir í afmælislestina. Hún leiðir okkur um allt húsið en núna var staðgengill Svövu Ránar í stólnum góða. ;)

Afmælislestin endaði að vanda í salnum og þar héldum við ball enda er svo gaman að dansa.


Til hamingju með afmælið, kæra vinkona og takk fyrir skemmtilegt afmæli.

Það er alltaf nóg að gera í hópastarfinu. Galdrahópur fór m.a. út að finna stafina sína og þau byrjuðu líka að búa til galdrakött. Það er mikil spenna sem ríkir um gerð hans og verður gaman að sjá niðurstöðuna.

Í Galdrahóp eru: Regína Myrra, Oliwier, Leó Freyr, Guðjón Máni, Arnaldur Húni og Sandra


Kisuhópur fór í mjög góðan og skemmtilegan göngutúr í vikunni uppá flugvöll. Þau stóðu sig öll rosalega vel og höfðu gaman af því að sjá þorpið okkar ofan frá.

Í Kisuhóp eru: Emma Adele, Julia Danuta, Ari Óskar, Jón Páll, Jón Kristján og Úlfrún Oliiva Hel, ásamt því sem Marek fylgir þeim.

Í dag, föstudag, vorum við með barnafund í stað Vinastundar. Við erum með reglulega barnafundi þar sem börnin geta rætt það sem þeim liggur á hjarta. í dag ræddu börnin um hvað það væri að vera fyrirmynd og hverjir væru fyrirmyndir. Allir fundir eru svo skráðir í sérstaka barnafundabók. ;)


Á sunnudaginn er feðradagur og hafa börnin gert fallega mynd til að gefa pabba sínum í tilefni dagsins. Til hamingju með daginn allir feður.



Takk fyrir vikuna og góða helgi.