news

Pólsk hátíð og afmæli

15 Nóv 2019

Vikan hófst hjá okkur með pólskri hátíð. Sl. mánudag var þjóðhátíðardagur Póllands og því bar að fagna. Þau börn sem eiga ættir sínar að rekja til Póllands mættu í pólskum bolum, við borðuðum pólskan mat og héldum pólskt ball.

Við flögguðum líka pólska fánanum okkar. Það er alltaf gaman að fá tilefni til að gera sér glaðan dag og gleðjast með öðrum þjóðum á þjóðhátíðardegi þeirra.

Hópastarfið hefur að sjálfsögðu verið á sínum stað þessa vikuna. Galdrahópur (Regína Myrra, Oliwier, Leó Freyr, Guðjón Máni, Arnaldur Húni og Sandra) eru að gera Galdrakött í listasmiðju. Þetta er samvinnuverkefni þeirra og þurfa þau því að komast að samkomulagi um það hvernig hann á að vera. ;) Kisuhópur (Ari Óskar, Julia Danuta, Emma Adele, Jón Kristján, Jón Páll og Úlfrún Olivia Hel, ásamt Marek) fóru í skemmtilega göngu sem endaði svo á æfingavellinum þar sem þau gerðu nokkrar æfingar.

Við enduðum vikuna á því að halda uppá afmælið hans Jóns Páls. Hann á afmæli á sunnudaginn 17. nóv. og verður þá 3ja ára. Jón Páll bauð okkur öllum uppá popp og eftir afmælislestina skelltum við okkur á ball. Ballið svíkur engan og gleðin ljómar úr andlitum barnanna.

Við sáum að þrátt fyrir að Jón Páll ætti ekki afmæli fyrr en á sunnudaginn, að þá hafði hann samt stækkað heilan helling í nótt.

Myndirnar af ballinu eru sumar hverjar hreyfðar en það er bara vegna þess að það var svo mikið fjör :)


Á mánudaginn ætlum við svo að fara á Sunnuhlíð og syngja fyrir eldri borgara Súgandafjarðar í tilefni af Degi Íslenskrar tungu.


Stafur vikunnar hjá okkur var "J".

Það er svo gaman að upplifa áhuga barnanna á Lubba og því sem hann kennir okkur og virkilega gaman hversu dugleg þau eru að finna orð sem eiga að fara á "listana" góðu.

Orð vikunnar var orðið "flaksandi".

Orð vikunnar velja börnin sjálf á mánudögum. Orðið er valið úr bókinni sem er verið að lesa og fá börnin að kjósa á milli tveggja til þriggja orða og það orð sem fær flestu atkvæðin "vinnur". Við hvetjum foreldra til að vera dugleg að nota orð vikunnar heima líka.


Góða helgi