news

Afmælisgjöf

23 Mar 2021

Um daginn fórum við í Gleðihóp, einu sinni sem oftar, í útikennslu. Þetta var stuttu eftir að Svava Rán átti afmæli. Þegar við vorum úti fundu börnin ýmsa hluti sem þau tóku með sér "heim", til að gefa Svövu Rán í afmælisgjöf. Þessa hugmynd tók ég svo aðeins lengra og í næsta listasmiðjutíma setti ég fullt af verðlausu efni fyrir framan þau og annað sem þau báðu um. Þau fengu lím og svo var það bara sköpunargleðin sem réð ríkjum.

Úr þessu varð svo þetta fína listaverk sem börnin færðu svo Svövu Rán í morgun.