news

Fréttir vikunnar

25 Okt 2019

ið erum búin að skemmta okkur vel þessa vikuna, eins og við gerum reyndar alltaf.

Það voru tvær afmælisveislur í vikunni og voru það annars vegar hún Regína Myrra sem varð 4 ára þann 20. október og hins vegar Jón Kristján sem varð 3ja ára 22. október.



Til hamingju með daginn ykkar bæði tvö.

Stafur vikunnar hjá okkur var Íí - Ýý og orð vikunnar "Sveima".

Lubbastundirnar eru alltaf mjög skemmtilegar og það er virkilega gaman að því hvað börnin eru áhugasöm og dugleg að finna orð sem innihalda stafina sem við erum búin að vera að læra. Við skrifum niður öll þau orð sem börnin koma með og við höfum vart undan.

Yngri hópurinn hlustar á sögu í Lubbastundinni

Í síðustu viku vorum við með okkar árlega foreldrafund. Á fundinn mætti Stefanía Ásmundsdóttir forstöðumaður skóla-og fjölskyldu skrifstofu Ísafjarðarbæjar. Hún fór yfir stöðu mála vegna framkvæmda á háaloftinu, vegna myglunnar sem fannst í vor. Í mjög stuttu máli þá vonumst við til þess að framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst. Svava Rán fór einnig yfir Starfsáætlun vetrarins og bar þar hæst þróunarverkefnið sem við erum í með grunnskólanum, "Náum betri árangri saman".

Vinastundin okkar með Blæ, var á sínum stað og er spjald vikunnar hangir uppá vegg. Spjald vikurnnar fjallar um það að vera skilinn útundan og hvernig það er að fá bara að vera "hundurinn" í leiknum. Við hvetjum ykkur til að taka mynd af spjaldinu og umræðupunktum og ræða við börnin ykkar út í það heima. Það er misjafnt hversu lengi við erum með sama spjaldið en það er alltaf a.m.k. í tvær vikur.

Foreldraviðtöl haustsins eru framundan og verðum við að vanda í sambandi við foreldra með tímann.


Góða helgi