news

Fréttir vikunnar

01 Nóv 2019

Alþjóðlegi bangsadagurinn var sl. laugardag. Því vorum við með bangsa-og náttfatadag á mánudaginn.

Þessi dagur er alltaf jafn skemmtilegur og eins og við er að búast skelltum við upp einu góðu náttfata-bangsaballi.

Á miðvikudaginn fengu tilvonandi grunnskólabörn heimsókn frá 1-2-og 3 bekk, ásamt kennara þeirra henni Ásu. Þessi heimsókn er liður í að brúa bilið milli skólastiga en í vetur munum við skiptast á að heimsóknum 1x í mánuði. Í nóvember munu því Sandra, Guðjón Máni og Arnaldur Húni fara í heimsókn í grunnskólann. Það var líka mjög gaman að fá þessa krakka í heimsókn og sum 1. bekkjar barnanna voru að koma í fyrsta skipti í leikskólann eftir að þau hættu hjá okkur í haust.


Á mánudaginn ætlum við að hefja 2 vikna lestrarátak. Þá ætlum við að bjóða börnum og foreldrum að fá lánaðar bækur í leikskólanum til að lesa heima. Þegar barnið skilar bókinni svo aftur í leikskólann skrifum við nafn þess og bókarinnar á miða og hengjum uppá vegg. Við stefnum á gera þetta 3 sinnum í vetur og ætlunin er að gera langan bókaorm sem mun vonandi ná um allan skólann.

Við tókum í notkun nýja umsjónarmannasvuntu. Þær voru gjöf frá Lærum og leikum með hljóðin og vöktu mikla lukku.

Við viljum minna ykkur á að merkja föt barnanna. Sérstaklega útiföt, húfur, vettlinga, sokka og peysur. Ef flíkur fara í rangt hólf einfaldar góð merking allt. Við bendum á að hægt að panta límmiða á netinu sem eru að reynast vel og auðvelt að skella þeim inní fötin. Góð merking gerir það mun líklegra að fötin rati á réttan stað og týnist síður.


Góða helgi