news

Vegna Covid-19

16 Mar 2020

Við eum að betrumbæta það sem við getum gert í leikskólanum, til að sporna við Covid-19 veirunni,

- Við höfum tekið þá ákvörðun að skipta leikskólanum á ný, á tvær deildir.

- Við munum tímabundið færa 3 börn sem hafa verið á Spilli yfir á Gölt, sem og hólf þeirra.

- Tekið verður á móti börnunum á þeirri deild sem þau tilheyra. Það verður starfsmaður á sitthvorri deildinni til að taka á móti þeim.

- Við skilum börnunum úti eftir því sem unnt er og mælumst til þess að einungis annað foreldrið komi inn í skólann í einu þegar komið er með börnin og þau sótt.

- Við fækkum þeim leikföngum sem í boði eru hverju sinni og þau þrifin eftir því sem þeim er skipt út.

- Foreldraviðtölum sem áttu að hefjast í þessari viku, verður frestað.