Velkomin í leikskólann Tjarnarbæ

Aðlögun

Aðlögun fer fram eftir þörfum hvers barns fyrir sig. Á þessum tíma fær barnið og foreldrar þess tækifæri til að kynnast starfsfólki leikskólans, hinum börnunum, húsakynnum og stefnu leikskólans. Það er mikilvægt að barnið fái stuðning og hvatningu foreldra á meðan á þessum tíma stendur.

Stig 1 – barnið og foreldar koma í heimsókn í leikskólann og hitta starfsfólk og börnin. Fara í heimsókn inn á deild og leika sér smá með foreldrum. Yfirleitt fyrstu tveir dagarnir.

Stig 2 – barnið kemur ásamt foreldrum í leikskólann, foreldrar eru með barninu inni á deildinni en skreppa í smá stund í burtu. Yfirleitt á þriðja og fjórða degi.

Stig 3 – Barnið er skilið eftir í leikskólanum hluta af vistunartímanum. Yfirleitt fimmti dagur.

Tekið er mið af þessum stigum þegar ákveðið er fyrirkomulag á aðlögunni.

Foreldrar eru boðaðir í viðtal 2 – 3 mánuðum eftir barn þeirra byrjar. Í viðtalinu er farið yfir það hvernig barnið hefur aðlagast.

Við hlökkum til að kynnast barninu ykkar og vonum að aðlögunin eigi eftir að ganga vel.

Með bestu kveðju og von um gott samstarf í framtíðinni.

Kennarar á Tjarnarbæ